Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 14:05 Miklar skemmdir urðu á heimilum fólks eftir jarðskjálftana 17. júní 2000 og aftur eftir skjálftann aðfaranótt 21. júní. Halldór Kolbeins „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið [email protected]Aðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Rangárþing ytra Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið [email protected]Aðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu.
Rangárþing ytra Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira