Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. mars 2023 11:02 Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun