Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð óvænt“ Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 10:58 Teitur Björn Einarsson sat á þingi á árunum 2016 til 2017. Aðsend Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu. „Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24