Í fréttatilkynningu um samninginn segir að um sé að ræða samning um aðal- og stýriverktöku og að áætlaður verktími sé tæp þrjú ár.

Aðalhönnuðir séu Arkís arkitektar, verkfræðihönnun í höndum Vektor verkfræðistofu og raflagnahönnun Voltorku. Landslag sé með lóðarhönnun og THG ráðgjöf sjái um byggingastjórn og verkeftirlit.
Jarðvinna á reitnum sé þegar hafin, en samstarf Alverks og Íslandssjóða um þessa uppbyggingu hafi hafist fyrir liðlega ári síðan.