Sherrock kláraði legginn í viðureign sinni gegn Hollendingnum Marco Verhofstad á Winmau Challenge Tour mótinu og var það í fyrsta sinn í sögunni sem kona klárar níu pílna legg á móti á vegum PDC-samtakanna. Hún þurfti þó að sætta sig við tap gegn Verhofstad og féll svo úr leik í 16-manna úrslitum gegn Christian Kist.
Fallon Sherrock created another slice of darting history in Hildesheim on Saturday, after becoming the first woman to hit a nine-dart finish in a PDC event.
— PDC Darts (@OfficialPDC) March 18, 2023
Fallon Sherrock hefurverið dugleg við að skrifa pílusöguna undanfarin ár. Hún varð fyrsta konan til að vinna leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti árið 2020, en þá vann hún tvo leiki og komst í 16-manna úrslit. Þá varð hún einnig fyrsta konan til að komast í 16-manna úrslit The Grand Slam of Darts þegar hún tók út 170 gegn Þjóðverjanum Gabriel Clemens.