Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 08:00 Víkingurinn Sævar Atli er klár í slaginn með íslenska landsliðinu þrátt fyrir slæmt höfuðhögg á sunnudag. Lyngby Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki. Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra. Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira