Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 11:02 Benjamín Julian er sá sem sér um vefsíðuna seinn.is. Aðsend/Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira