Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 12:00 Sævar Atli Magnússon Vísir/Valur Páll Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Sjá meira