Ederson: Miklir möguleikar á því að Ancelotti þjálfi Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 11:00 Ederson fær kannski að verða aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins ef Carlo Ancelotti tekur við. AP/David Cliff Markvörður Manchester City vill að Real Madrid detti sem fyrst út úr Meistaradeildinni en ástæðan er þó ekki að hann vilji ekki mæta Real Madrid í keppninni. Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár. HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár.
HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira