Máté: Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt! Siggeir Ævarsson skrifar 23. mars 2023 22:49 Maté Dalmay var ekki sáttur við hversu linir og vælandi hans menn voru í kvöld Vísir / Hulda Margrét Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ómyrkur í máli eftir tap hans manna gegn Grindavík í Subway-deild karla í kvöld. Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“ Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Haukur brutu aðeins tólf sinnum af sér í leiknum í kvöld og virtust hreinlega ekki átta sig á þeirri línu sem dómaratríóið lagði upp með. Máté tók undir að hans menn hefðu einfaldlega verið alltof linir í kvöld. „Jú og sérstaklega í fyrri hálfleik. Pikkuðum þetta aðeins upp í seinni. Aðallega í vörn, vorum með fjórar villur í hálfleik og það er náttúrulega bara óafsakanlegt. Við erum bara ekkert eðilega „soft“ og ég þakka kærlega fyrir að hafa fengið þennan leik tveimur vikum fyrir úrslitakeppnina. Þetta er nær því sem við þurfum að venjast þar.“ Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það „Við föllum bara algjörlega á þessu líkamlega prófi sérstaklega sóknarlega. Látum ýta okkur út úr öllu og vælum yfir öllu. Það þarf að breytast. Kannski ekki frábært að fá Blikana í næsta leik því það verður ekki sama líkamlega „level“, það var allavega ekki þannig á móti þeim síðast. En þeir ýta okkur út úr öllu og við vældum og lömdum þá ekki til baka fyrr en í restina. Þá vorum við voðalega hissa að það mætti berja hérna mann og annan og það var ekkert dæmt á það.“ Það er staðreynd að leikurinn breytist töluvert þegar komið er í úrslitakeppnina. Þá tekur alvaran við og dómarar eiga það til að gleypa flautuna og leyfa mönnum að takast aðeins á. Máté sagði að það væru nokkir leikmenn í hans liði sem væru ekki vanir þessari hörku og þeir þyrftu að vera fljótir að læra. „Kaninn, og Giga og kannski Orri og strákarnir á bekknum eru kannski að spila á þessu líkamlega „leveli“ í fyrsta sinn og þeir þurfa að aðlagast helvíti fljótt. Hilmar Smári og Daniel Mortensen sáu þetta svo sem í fyrra, en þeir geta ekki látið ýta sér aftur út núna eins og í fyrra.“ Norbertas Giga virtist láta mótlætið fara töluvert í taugarnar á sér og var nokkuð langt frá sínu besta í kvöld. „Auðvitað fer í taugarnar á þér þegar allt er erfitt og þú ert bömpaður allsstaðar og þér er haldið allsstaðar en svona er þetta bara. Það er ástæða fyrir því að leikir í úrslitakeppninni fara sjötíu og eitthvað - sjötíu og eitthvað, og mér fannst línan vera þannig í dag. Það er miklu erfiðara að skora þegar allir fá að lemja alla.“ „En aftur á móti þegar við skjótum 17 prósent þá vinnum við eiginlega engin lið. Það voru mörg góð skot, sum í fyrri hálfleik voru alveg hræðileg, af driplinu og eitthvað bull. En sérstaklega í seinni hálfleik, þegar við vorum að hóta því að koma til baka og boltinn skrúfast upp úr í galopnum skotum. Við vinnum engan þegar við skjótum 17 prósent og vælum, þetta er helvíti einfalt!“ Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga „Ef að við rífum okkur í gang varðandi þetta líkamlega „level“, þetta er eitthvað sem er ekkert hægt að þjálfa, sérstaklega ekki þegar þú ert með helvíti ungt lið eins og ég. Þú kennir ekki mönnum að berja hvern annan á æfingu þegar þú ert ekki með tíu skeggjaða menn sem að gera það alla daga. En eins og ég segi, gott að fá þetta í andlitið í dag og við vitum hverju við megum búast.“
Subway-deild karla Haukar UMF Grindavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira