„Vægast sagt farið fram með kostulegum óheilindum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:00 Þórður Snær sakar Ómar Smárason um óheilindi. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar gagnrýnir ummæli Ómars Smárasonar samskiptastjóra KSÍ harðlega í tengslum við fréttaflutning af meintu kynferðisofbeldi leikmanna íslenska landsliðsins. Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023 KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Ummæli Ómars birtust í lokaritgerð Jóhanns Inga Hafþórssonar blaðamanns en 433.is fjallaði fyrst um málið í gær. Þar er rætt við Ómar um stöðuna innan KSÍ í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Hann segist meðal annars hafa verið ósáttur með ráðgjafafyrirtækið KOM sem Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi starfa með og þá gagnrýnir hann umfjöllun fjölmiðla um málið. „Það var á einu bretti sem allir fóru að sparka í okkur. Enginn stóð með okkur, ekki einn einasti maður. Það sem var svo sárt við það, var hversu einhliða fréttaflutningur þetta var. Það var enginn að spyrja hvort það væri einhver önnur hlið á þessu. Það stukku bara allir á vagninn. Meira að segja þekktir fjölmiðlamenn á Twitter. Gísli Marteinn til dæmis og Þórður á Kjarnanum. Þeir fullyrtu alls konar hluti. Af hverju spyrja þeir ekki? Þetta eru fjölmiðlamenn. Spyrjið þið, ekki bara vaða í einhliða umfjöllun,“ er haft eftir Ómari í ritgerðinni. Svar barst ekki fyrr en „KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð“ Nú hefur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, sem Ómar vísaði til í ummælunum að ofan, stigið fram á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann fer hörðum orðum um þessi ummæli Ómars. Þórður Snær segir að margsinnis hafi verið haft samband við KSÍ vegna málsins og lagðar fyrir sambandið spurningar. „Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra KSÍ í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheildinum og gegn betri vitund,“ skrifar Þórður Snær og fer svo ítarlega yfir málið. Þórður Snær birtir skjáskot af spurningum sem Þórður Snær segir að Kjarninn, sem hann starfaði hjá áður en Kjarninn sameinaðist Stundinni, hafi sent á KSÍ. „Í fimm vikur fengust þvælusvör við spurningum sem KSÍ gat svarað. Í áðurnefndri úttektarskýrslu kom fram að KOM hafi aftur verið kallað til hjálpa að svara okkur í nafni KSÍ. Sem þó var með samskiptastjóra á launum,“ skrifar Þórður Snær og birtir skjáskot af svörum Ómars fyrir hönd KSÍ. Þórður Snær segir að þrátt fyrir svörin hafi Kjarninn haldið áfram að spyrja spurninga. „Og KSÍ hélt áfram að svara með hjálp almannatengla, sem vildu „eyða umræðunni“ frekar en að svara.“ skrifar Þórður Snær ennfremur. „Það var ekki fyrr en 23. september 2021, eftir að KSÍ hafði brókað sig sjálft nánast daglega í mánuð, sem efnislegt og raunverulegt svar barst. Svar sem var hægt að veita 18. ágúst, þegar Ómar var fyrst spurður. En svaraði ekki.“ Var bent á þessi ummæli Ómars samskiptastjóra @footballiceland í nýlegri lokaritgerð og sé að þau hafa orðið að smellubeitufóðri á þar til gerðum miðlum. Hér er, vægast sagt, farið fram með kostulegum óheilindum og gegn betri vitund. (Og ég heiti Snær, ekki Snævar) Þráður. 1/11 pic.twitter.com/o3xUSYLIwt— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) March 24, 2023
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira