„Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Jón Dagur í baráttunni í dag. vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55