Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. mars 2023 11:22 Snjóflóðið hefur kastað þessum bíl til hliðar. Aðsend Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega en einhverjir hafa leitað á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Eitt af flóðunum virðist hafa skollið á nokkrum húsum af töluverðum krafti. Unnið er að rýmingu á ákveðnum svæðum í bænum og ferja björgunarsveitir íbúa í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. „Já, það er fullt af fólki og fjölgar, það er enn verið að ferja fólk í húsið. Það fer vel um alla en hér er fólk sem er náttúrulega bara mjög brugðið, fólkið sem fékk snjóinn inn á heimili sín og líka fólk sem að upplifði flóðið 1974 og er sannarlega bara brugðið aftur eftir öll þessi ár. Það er náttúrulega mjög mikil alvara á ferðum en mér skilst að þetta hafi sloppið eins og sagt er, alla vega ekki stórslys á fólki og það er fyrir öllu,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, íbúi í Neskaupstað í samtali við fréttastofu. Forsíða Morgunblaðsins í desember 1974 eftir snjóflóðin mannskæðu.Tímarit.is Vísaði hann þar til mannskæðra snjóflóða sem féllu í desember árið 1974 með skömmu millibili með þeim afleiðingum að tólf létust. Þá létust tveir drengir í snjóflóði árið 1978. Fyrir nokkrum árum var minnisvarði um þá sem látist hafa í snjóflóðum í og við Neskaupstað reistur. Hús nánast á kafi eftir snjókomu og skafrenning næturinnar Mikill snjór er í bænum og hefur bæst verulega í síðustu daga. Um helgina var varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum, ekki síst vegna mikil skafrennings sem gæti gert það að verkum að mikill snjór safnaðist saman. Það virðist hafa raungerst. „Maður hefur náttúrulega ekkert séð almennilega, maður hefur ekki farið í það í morgun. En það sem ég hef heyrt frá fólki og séð þá virðist hafa skafið í alveg allsvakalega skafla mjög víða og þetta er bara mjög mikið lausanet sem virðist hafa fallið í nótt og fokið í skafla. Sums staðar eru hús nánast á kafi, skilst mér,“ segir Guðmundur. Þrír snjóflóðavarnargarðar verja bæinn og er sá fjórði í pípunum, en stefnt er að því að hann verji einmitt það svæði þar sem flóðið sem fór á húsin féll. Guðmundur segir íbúa nokkuð skelkaða eftir atburði morgunsins en þó sé gott að vita til snjóflóðavarnargarðanna. „Auðvitað erum við alltaf hrædd um það en meirihluti byggðar í Neskaupstað er nú varinn með snjóflóðavarnargörðum, þetta er í rauninni bara ysta hverfið í bænum sem að er enn þá óvarið en það er búið að hanna og teikna snjóflóðavarnir fyrir þann hluta. En við verðum bara að vona það besta, og ég hugsa nú að þetta fari allt saman vel, ég vona það.“ Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega en einhverjir hafa leitað á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Eitt af flóðunum virðist hafa skollið á nokkrum húsum af töluverðum krafti. Unnið er að rýmingu á ákveðnum svæðum í bænum og ferja björgunarsveitir íbúa í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. „Já, það er fullt af fólki og fjölgar, það er enn verið að ferja fólk í húsið. Það fer vel um alla en hér er fólk sem er náttúrulega bara mjög brugðið, fólkið sem fékk snjóinn inn á heimili sín og líka fólk sem að upplifði flóðið 1974 og er sannarlega bara brugðið aftur eftir öll þessi ár. Það er náttúrulega mjög mikil alvara á ferðum en mér skilst að þetta hafi sloppið eins og sagt er, alla vega ekki stórslys á fólki og það er fyrir öllu,“ segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, íbúi í Neskaupstað í samtali við fréttastofu. Forsíða Morgunblaðsins í desember 1974 eftir snjóflóðin mannskæðu.Tímarit.is Vísaði hann þar til mannskæðra snjóflóða sem féllu í desember árið 1974 með skömmu millibili með þeim afleiðingum að tólf létust. Þá létust tveir drengir í snjóflóði árið 1978. Fyrir nokkrum árum var minnisvarði um þá sem látist hafa í snjóflóðum í og við Neskaupstað reistur. Hús nánast á kafi eftir snjókomu og skafrenning næturinnar Mikill snjór er í bænum og hefur bæst verulega í síðustu daga. Um helgina var varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum, ekki síst vegna mikil skafrennings sem gæti gert það að verkum að mikill snjór safnaðist saman. Það virðist hafa raungerst. „Maður hefur náttúrulega ekkert séð almennilega, maður hefur ekki farið í það í morgun. En það sem ég hef heyrt frá fólki og séð þá virðist hafa skafið í alveg allsvakalega skafla mjög víða og þetta er bara mjög mikið lausanet sem virðist hafa fallið í nótt og fokið í skafla. Sums staðar eru hús nánast á kafi, skilst mér,“ segir Guðmundur. Þrír snjóflóðavarnargarðar verja bæinn og er sá fjórði í pípunum, en stefnt er að því að hann verji einmitt það svæði þar sem flóðið sem fór á húsin féll. Guðmundur segir íbúa nokkuð skelkaða eftir atburði morgunsins en þó sé gott að vita til snjóflóðavarnargarðanna. „Auðvitað erum við alltaf hrædd um það en meirihluti byggðar í Neskaupstað er nú varinn með snjóflóðavarnargörðum, þetta er í rauninni bara ysta hverfið í bænum sem að er enn þá óvarið en það er búið að hanna og teikna snjóflóðavarnir fyrir þann hluta. En við verðum bara að vona það besta, og ég hugsa nú að þetta fari allt saman vel, ég vona það.“
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. 27. mars 2023 10:03