„Okkur langar að dreyma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 08:01 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, kveðst meðvitaður um að liðið eigi við ofurefli að etja er það sækir Göppingen heim í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. Um er að ræða erfiðan útivöll og þeir þýsku eru með sjö marka forskot eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Leikurinn fer fram í EWS Arena í Göppingen sem var byggð árið 1967. Þrátt fyrir endurbætur ber hún enn þess merki að hún sé gömul og Björgvin segir þetta mikla gryfju. „Hún er góð, skemmtileg og þétt setin þegar pakkað er í henni. Stúkan er nálægt vellinum og svolítil gryfja. Við fengum smá smjörþef af því að æfa á gólfinu hjá þeim - þetta er auðvitað fornfrægt félag með mikla sögu og maður finnur það þegar maður gengur þarna inn.“ Búist er við að öll 5.600 sætin á vellinum verði upptekin annað kvöld og stemningin eftir því. Þá er höllin þekkt fyrir að vera einn erfiðasti útivöllurinn að sækja heim í Þýskalandi. „Þetta verður upplifun fyrir þessa gæja. Við erum búnir að spila á mörgum stöðum, þetta er tólfti leikurinn okkar í keppninni og fimm lönd sem við höfum farið til. Við höfum upplifað misjafna stemningu en nú erum við komnir í 16-liða úrslit og það verður fullt af fólki,“ „Að sjúga það í sig er verkefni morgundagsins og þurfum að bæta því við að skila sigri í hús,“ segir Björgvin Páll. Vilja enda á sigri Tapið var býsna stórt gegn Göppingen í síðustu viku; Valur tapaði með sjö marka mun og er það munur sem þarf að vinna upp ef liðið ætlar ekki að falla úr keppninni á morgun. Aðspurður hvort menn hafi náð þeim leik fullkomnlega úr kerfinu segir Björgvin Páll: „Ekki að fullu. Það vonandi tekst með því að eiga góðan leik. Við viljum ekki enda þetta svoleiðis. Þetta var hörkuleikur lengi vel en þeirra gæði og okkar mistök skila þeim þessum sjö marka sigri. Sem er kannski aðeins of mikið fyrir leikinn og fyrir einvígið en við ætlum að reyna vinna leikinn á morgun. Það væri auðvitað draumur,“ „Það verður erfitt en okkur langar að dreyma og okkur langar að enda þetta vel. Ef við vinnum ekki með sjö, þá allavega að vinna leikinn,“ segir Björgvin Páll. Klippa: Björgvin Páll í Göppingen Stoltir af frammistöðunni Björgvin Páll segir Valsmenn þá geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðuna í Evrópu í vetur. Sama hvernig fer á morgun. „Við erum bara stoltir af okkar frammistöðu, bæði inni á vellinum og utan vallar. Við erum búnir að skila á þriðjudagskvöldum í Valsheimilinu eru búin að koma átta þúsund manns í húsið, sem er auðvitað bara geggjað,“ „Svo fyrir íslenska handbolta og fyrir okkur. Við erum að - innan gæsalappa - missa leikmenn í atvinnumennsku þannig að þetta er búið að gefa alveg helling,“ segir Björgvin Páll. Leikur Vals og Göppingen hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgja liðinu eftir fram að leik og gera allt saman vel upp að honum loknum. Fleira kemur fram í viðtalinu við Björgvin sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira