Skipta söfn máli? Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 07:01 Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun