Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 18:43 Ólafur Stefánsson er mættur til Göppingen. Vísir/Stöð 2 Sport Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik