Eigum við ekki að láta græðgina eiga sig Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. mars 2023 20:01 Vegna ummæla sem látin voru falla í Bítinu á Bylgjunni nú í gærmorgun um að fólk þurfi annað hvort að rísa upp eða gefast upp í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum, fannst mér tilvalið að setjast niður og skrifa nokkra punkta inn í umræðuna. Þessi ummæli eru nefnilega ekki til þess fallin að skapa einingu í samfélaginu, heldur þvert á móti til að skapa sundrung og stefna ólíkum hópum upp á móti hverjum öðrum. Verðbólgan liggur eins og mara á þjóðinni sem virðist aldrei ætla að hypja sig. Þegar við horfum fram á verkefni sem eru jafn þung og þetta, sem nú eru uppi, er afar mikilvægt að horft sé í lausnir og leitað sé leiða um það hvernig og hvar við höfum tök á að stíga niður fæti. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í síðustu viku um heilt prósentustig og standa þeir núna í 7,5%. Hér er um að ræða ákvörðun sem hefur víðtæk áhrif á samfélagið í heild, á heimilin í landinu, fyrirtækin og verð á matvöru svo dæmi séu tekin. Staðan er þegar orðin verulega krefjandi en umræða um að enginn sé að gera neitt og að enginn ætli sér að gera neitt er hættuleg og verulega óupplýsandi. Við þurfum öll að finna til ábyrgðar þegar kemur að umræðunni, nálgast hana á ábyrgan hátt og láta allan hræðsluáróður eiga sig. Vaxtakvíði Framundan er eftir sem áður að leysa stöðuna og þá þarf að horfa til þess hvað sé til ráða? Eigum við að hækka skatta á þá sem minnst mega við því, til þess eins að tryggja útgjaldahlið ríkissjóðs? Að mínu viti er þar engum greiði gerður! Við vitum að ástandið í samfélaginu hefur gert fólki erfiðara um vik við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Það skýrist einna helst af þyngri greiðslumatsskilyrðum og hærri eiginfjárskilyrðum sem Seðlabankinn tók ákvörðun um á síðasta ári, með það að markmiði að kæfa markaðinn og stöðva gífurlegar hækkanir á fasteignaverði sem hafa verið fordæmalausar síðustu árin. Ef þessar aðgerðir skila því sem áætlað er að þær skili, þá er það gott og vel. En við þurfum líka að muna að Róm var ekki byggð á einum degi. Árangur af þessum aðgerðum getur tekið tíma að skila sér þannig að fundið sé fyrir því. Heimilin í landinu eru einnig farin að finna vel fyrir hækkunum á greiðslubyrði af húsnæðislánum sökum hækkandi vaxta. Kvíði er farinn að myndast hjá þeim sem þó náðu að festa vextina á lánunum sínum á hagstæðum tíma. Fastvaxtatíminn er fljótur að líða og búast má við töluverðri snjóhengju þegar þeim fastvaxtatíma líkur. Það er afar stórt stökk að fara úr 3% föstum vöxtum yfir í 8% vextina sem í boði eru í dag og má því búast við töluverðu höggi. Samfélagsleg ábyrgð á öllum vígstöðum En tölum aðeins um samfélagslega ábyrgð. Eru allir aðilar í samfélaginu virkilega nauðbeygðir til að nýta sér í hvert sinn allan þann vaxtahækkunarramma sem myndast við hækkun stýrivaxta? Þarf matarkarfan að hækka í hvert sinn og þarf alltaf að hækka vextina á húsnæðislánin okkar? Miðað við fjárhagsstöðu stórfyrirtækjanna og arðgreiðslurnar, afkomuhagnað bankanna og þau laun sem þeir hafa tök á að greiða stjórnarformönnum sínum er svarið einfaldlega NEI! Hvers vegna skila þessar gríðarlegu hækkanir sér aldrei til neytandans? Hvar er samfélagslega ábyrgðin ef hún er yfir höfuð til staðar? Þjónustugjöld virðast fara vaxandi á öllum stöðum í samfélaginu. Þó bólar ekkert á aukinni þjónustu tengdri hækkuninni. Þvert á móti virðist þjónustan hægt og bítandi vera að færast alfarið yfir í netheima með tilheyrandi sjálfsafgreiðslum. Tökum sem dæmi gerð greiðslumats. Áður fyrr fór þessi þjónusta í gegnum þjónustufulltrúa bankanna. Í dag er þessi vinna öll sett í hendur neytandans í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi á þeirra svæðum. Neytandinn hefur greiðslumatsferli í gegnum sinn netbanka, hakar í að afla megi upplýsinga frá Creditinfo um stöðu hans yfir tekjur og skuldir og bætir svo við tilfallandi auka liðum ef þörf er á. Þessi vinna kostar neytandann 10.000 kr. sem þýðir að hann greiðir þessa upphæð fyrir að þjónusta sig alfarið sjálfur. Hvenær er komið nóg? Sýnum samstöðu Hræðsluáróður skapar glundroða í samfélaginu og þegar slík staða kemur upp, horfum við fram á að rökræn nálgun á verkefnið sem framundan er, gæti staðið höllum fæti ef skrefin eru ekki varfærnislega stigin og allir fara saman inn í þetta, gangandi í takt. Sagan sýnir okkur að efnahagskrísa skapar sundrung en ekki sameiningu og því þurfum við að breyta. Við þurfum að sýna samstöðu og nálgast þetta sem ein heild. Við búum hér á landi saman og verðum því öll að finna til okkar samfélagslegu ábyrgðar og hjálpast að við að reisa samfélagið upp aftur. Það verðum við að gera saman. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Efnahagsmál Neytendur Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Vegna ummæla sem látin voru falla í Bítinu á Bylgjunni nú í gærmorgun um að fólk þurfi annað hvort að rísa upp eða gefast upp í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum, fannst mér tilvalið að setjast niður og skrifa nokkra punkta inn í umræðuna. Þessi ummæli eru nefnilega ekki til þess fallin að skapa einingu í samfélaginu, heldur þvert á móti til að skapa sundrung og stefna ólíkum hópum upp á móti hverjum öðrum. Verðbólgan liggur eins og mara á þjóðinni sem virðist aldrei ætla að hypja sig. Þegar við horfum fram á verkefni sem eru jafn þung og þetta, sem nú eru uppi, er afar mikilvægt að horft sé í lausnir og leitað sé leiða um það hvernig og hvar við höfum tök á að stíga niður fæti. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í síðustu viku um heilt prósentustig og standa þeir núna í 7,5%. Hér er um að ræða ákvörðun sem hefur víðtæk áhrif á samfélagið í heild, á heimilin í landinu, fyrirtækin og verð á matvöru svo dæmi séu tekin. Staðan er þegar orðin verulega krefjandi en umræða um að enginn sé að gera neitt og að enginn ætli sér að gera neitt er hættuleg og verulega óupplýsandi. Við þurfum öll að finna til ábyrgðar þegar kemur að umræðunni, nálgast hana á ábyrgan hátt og láta allan hræðsluáróður eiga sig. Vaxtakvíði Framundan er eftir sem áður að leysa stöðuna og þá þarf að horfa til þess hvað sé til ráða? Eigum við að hækka skatta á þá sem minnst mega við því, til þess eins að tryggja útgjaldahlið ríkissjóðs? Að mínu viti er þar engum greiði gerður! Við vitum að ástandið í samfélaginu hefur gert fólki erfiðara um vik við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Það skýrist einna helst af þyngri greiðslumatsskilyrðum og hærri eiginfjárskilyrðum sem Seðlabankinn tók ákvörðun um á síðasta ári, með það að markmiði að kæfa markaðinn og stöðva gífurlegar hækkanir á fasteignaverði sem hafa verið fordæmalausar síðustu árin. Ef þessar aðgerðir skila því sem áætlað er að þær skili, þá er það gott og vel. En við þurfum líka að muna að Róm var ekki byggð á einum degi. Árangur af þessum aðgerðum getur tekið tíma að skila sér þannig að fundið sé fyrir því. Heimilin í landinu eru einnig farin að finna vel fyrir hækkunum á greiðslubyrði af húsnæðislánum sökum hækkandi vaxta. Kvíði er farinn að myndast hjá þeim sem þó náðu að festa vextina á lánunum sínum á hagstæðum tíma. Fastvaxtatíminn er fljótur að líða og búast má við töluverðri snjóhengju þegar þeim fastvaxtatíma líkur. Það er afar stórt stökk að fara úr 3% föstum vöxtum yfir í 8% vextina sem í boði eru í dag og má því búast við töluverðu höggi. Samfélagsleg ábyrgð á öllum vígstöðum En tölum aðeins um samfélagslega ábyrgð. Eru allir aðilar í samfélaginu virkilega nauðbeygðir til að nýta sér í hvert sinn allan þann vaxtahækkunarramma sem myndast við hækkun stýrivaxta? Þarf matarkarfan að hækka í hvert sinn og þarf alltaf að hækka vextina á húsnæðislánin okkar? Miðað við fjárhagsstöðu stórfyrirtækjanna og arðgreiðslurnar, afkomuhagnað bankanna og þau laun sem þeir hafa tök á að greiða stjórnarformönnum sínum er svarið einfaldlega NEI! Hvers vegna skila þessar gríðarlegu hækkanir sér aldrei til neytandans? Hvar er samfélagslega ábyrgðin ef hún er yfir höfuð til staðar? Þjónustugjöld virðast fara vaxandi á öllum stöðum í samfélaginu. Þó bólar ekkert á aukinni þjónustu tengdri hækkuninni. Þvert á móti virðist þjónustan hægt og bítandi vera að færast alfarið yfir í netheima með tilheyrandi sjálfsafgreiðslum. Tökum sem dæmi gerð greiðslumats. Áður fyrr fór þessi þjónusta í gegnum þjónustufulltrúa bankanna. Í dag er þessi vinna öll sett í hendur neytandans í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi á þeirra svæðum. Neytandinn hefur greiðslumatsferli í gegnum sinn netbanka, hakar í að afla megi upplýsinga frá Creditinfo um stöðu hans yfir tekjur og skuldir og bætir svo við tilfallandi auka liðum ef þörf er á. Þessi vinna kostar neytandann 10.000 kr. sem þýðir að hann greiðir þessa upphæð fyrir að þjónusta sig alfarið sjálfur. Hvenær er komið nóg? Sýnum samstöðu Hræðsluáróður skapar glundroða í samfélaginu og þegar slík staða kemur upp, horfum við fram á að rökræn nálgun á verkefnið sem framundan er, gæti staðið höllum fæti ef skrefin eru ekki varfærnislega stigin og allir fara saman inn í þetta, gangandi í takt. Sagan sýnir okkur að efnahagskrísa skapar sundrung en ekki sameiningu og því þurfum við að breyta. Við þurfum að sýna samstöðu og nálgast þetta sem ein heild. Við búum hér á landi saman og verðum því öll að finna til okkar samfélagslegu ábyrgðar og hjálpast að við að reisa samfélagið upp aftur. Það verðum við að gera saman. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun