Óskar Hrafn segir að færeyski markakóngurinn hafi komið skakkur inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Klæmint Olsen í leik með færeyska landsliðinu. Hann hefur ekki komist í hópinn hjá Blikum. Getty/Ian MacNicol Breiðablik fékk til sín færeyska markakónginn Klæmint Olsen fyrir þetta tímabilið en það hefur vakið nokkra athygli að hann virðist ekki komast í Blikaliðið. Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen
Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira