Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 21:36 Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“ Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“
Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira