Landsnetið okkar Stefán Georgsson skrifar 30. mars 2023 08:00 Við íslenska þjóðin eigum Landsnet, fyrirtæki sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku á Íslandi. Fyrirtækið ber þannig mikla ábyrgð, bæði á því að tryggja orkuöryggi og á því að velja bestu lausnir þegar verið er að þróa flutningskerfi raforku. Félagið er stórt og öflugt, tekjur þess voru rúmir 22 milljarðar í fyrra og rekstrarkostnaðar 5,5 milljarðar. Landsnet hélt árlegan vorfund sinn í Hörpu nú í lok mars. Þar var mikið grátið yfir því hve illa gengi að klára framkvæmdir í flutningskerfinu. Bent var á alla aðra en Landsnet, en ekkert horft innávið - hvað getur Landsnet hugsanlega gert betur? Suðurnesjalína 2 Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og kynntist Landsneti fyrst árin 2014 þegar til stóð að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu hérna í hverfinu. Íbúar mótmæltu harðlega og í fyrsta skipti að ég held tókst að fá Landsnet til að ræða aðra möguleika. Úr varð að Landsnet féll frá þessum fyrirætlunum, en lagði þess í stað til jarðstreng næst íbúðabyggð. Landsnet vildi sömuleiðis taka land á Reykjanesi eignarnámi til að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Þetta dæmi Hæstiréttur ólöglegt þar sem Landsnet hafði ekki skoðað jarðstrengi meðfram Reykjanesbraut sem valkost. Framkvæmdin er ennþá stopp - Skipulagsstofnun og sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng en Landsnet ekki. Á meðan bíða íbúar á Suðurnesjum. Hamraneslína Í Hafnarfirði er Hamraneslína, stór loftlína sem íbúar og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lengi viljað losna við. Línan liggur að stóru tengivirki í Hamranesi. Áhugahópurinn Jarðstrengir lagði til árið 2014 að setja línuna í jörð í Hafnarfirði, en Landsnet neitaði að ræða þann möguleika. Þess í stað vildi Landsnet byggja nýja loftlínu (Suðvesturlínu / Lyklafellslínu) sem upphaflega tengdist álvershugmyndum í Helguvík og taka þá Hamraneslínu niður í framhaldinu. Þessi framkvæmd (Lyklafellslína) var úrskurðuð ólögleg þar sem Landsnet hafði ekki skoðað jarðstrengi í öxl Bláfjallavegar sem valkost við nýja loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði. Landsnet fór því af stað aftur með nýtt matsverkefni, en millitíðinni fór að gjósa á Reykjanesi. Vísindamenn réðu sterklega gegn því að leggja Lyklafellslínu á mögulegu eldgosasvæði. Niðurstaðan varð að hætta við línuna, en leggja Hamraneslínu sem jarðstreng á stuttum kafla - eins og lagt var til 2014. Hefði sá valkostur verið skoðaður af alvöru þá væri sennilega framkvæmdum löngu lokið. Norðurland Í Morgunblaðinu 16. maí 2014 er rætt við Guðmund Inga Ásmundsson sem þá var aðstoðarforstjóri Landsnets um nýja háspennulínu frá Kröflu inná Akureyri. Þar segir: “Ný háspennulína í lofti, sunnan við Akureyrarflugvöll, raskar ekki flugöryggi að mati Landsnets.” Isavia, bæjaryfirvöld og aðrir voru ekki sammála þessari túlkun Landsnets. Að lokum gaf Landsnet eftir, lagður var jarðstrengur næst Akureyrarflugvelli og línan var spennusett nú síðasta haust. Þessi afstaða Landsnet gegn jarðstrengjum tafði verkefnið verulega. Kvikmyndin Línudans sem sýnd var á RUV fyrir nokkrum árum lýsir barátta bænda og landeigenda á Norðurlandi gegn Blöndulínu 3. Þar koma fram merkilegar upplýsingar um þær sérstöku aðferðir sem Landsnet (sem við eigum öll) notaði við að reyna að fá landeigendur til að samþykkja framkvæmdina. Þessar aðferðir voru ekki til fyrirmyndar að mínu mati. Þá hefur verið bent á fara megi mildari leiðir á Norðurlandi, til dæmis að leggja minni (132 kV) línu um Tröllaskaga í stað 220 kV línu. Fleiri valkostir? Landsnet hefur lengi bent á kostnað við jarðstrengi sem ástæðu fyrir því að þeir komi ekki til greina. Þetta hefur þó ekki alltaf staðist skoðun og til dæmis týndist skýrsla sem kostnaðarmat var byggt á þegar beðið var um frekari rökstuðning. Skýrslan hefur aldrei fundist. Jarðstrengir eru ekki lausn alls staðar, en það verður að gera þá kröfu til einokunarfyrirtækis í eigu þjóðarinnar að þeir séu skoðaðir sem raunverulegur valkostur. Það hefur aftur og aftur “gleymst” hjá Landsneti. Þá má í sumum tilvikum sennilega komast af með minni línur en lagt er upp með. Þannig var til dæmis gert ráð fyrir stórum og öflugum 400 kV línum í upprunalegum hugmyndum á Suðvesturhorninu, en þær hugmyndir hafa verið lagðar til hliðar. Mér finnst það sjálfsögð krafa að Landsnet byrji á því að líta innávið og lagfæri það sem miður hefur farið síðustu ár áður en beðið er um breytingar á lagaumhverfi. Landsnet hefur úr miklum fjármunum að spila eins og allt það kynningarefni sem framleitt er fyrir Landsnet ber með sér. En þegar ekki er búið að lagfæra undirliggjandi vandamál hjálpar dýrt kynningarefni ekki. Það er alltaf hætta á því að án heimanáms verði einkunnir í prófum ekki sérlega háar og Landsnet hefur aftur og aftur fengið falleinkunn. Lausnin er að læra heima, ekki skipta um kennara eða prófdómara. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Við íslenska þjóðin eigum Landsnet, fyrirtæki sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku á Íslandi. Fyrirtækið ber þannig mikla ábyrgð, bæði á því að tryggja orkuöryggi og á því að velja bestu lausnir þegar verið er að þróa flutningskerfi raforku. Félagið er stórt og öflugt, tekjur þess voru rúmir 22 milljarðar í fyrra og rekstrarkostnaðar 5,5 milljarðar. Landsnet hélt árlegan vorfund sinn í Hörpu nú í lok mars. Þar var mikið grátið yfir því hve illa gengi að klára framkvæmdir í flutningskerfinu. Bent var á alla aðra en Landsnet, en ekkert horft innávið - hvað getur Landsnet hugsanlega gert betur? Suðurnesjalína 2 Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og kynntist Landsneti fyrst árin 2014 þegar til stóð að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu hérna í hverfinu. Íbúar mótmæltu harðlega og í fyrsta skipti að ég held tókst að fá Landsnet til að ræða aðra möguleika. Úr varð að Landsnet féll frá þessum fyrirætlunum, en lagði þess í stað til jarðstreng næst íbúðabyggð. Landsnet vildi sömuleiðis taka land á Reykjanesi eignarnámi til að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Þetta dæmi Hæstiréttur ólöglegt þar sem Landsnet hafði ekki skoðað jarðstrengi meðfram Reykjanesbraut sem valkost. Framkvæmdin er ennþá stopp - Skipulagsstofnun og sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng en Landsnet ekki. Á meðan bíða íbúar á Suðurnesjum. Hamraneslína Í Hafnarfirði er Hamraneslína, stór loftlína sem íbúar og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lengi viljað losna við. Línan liggur að stóru tengivirki í Hamranesi. Áhugahópurinn Jarðstrengir lagði til árið 2014 að setja línuna í jörð í Hafnarfirði, en Landsnet neitaði að ræða þann möguleika. Þess í stað vildi Landsnet byggja nýja loftlínu (Suðvesturlínu / Lyklafellslínu) sem upphaflega tengdist álvershugmyndum í Helguvík og taka þá Hamraneslínu niður í framhaldinu. Þessi framkvæmd (Lyklafellslína) var úrskurðuð ólögleg þar sem Landsnet hafði ekki skoðað jarðstrengi í öxl Bláfjallavegar sem valkost við nýja loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði. Landsnet fór því af stað aftur með nýtt matsverkefni, en millitíðinni fór að gjósa á Reykjanesi. Vísindamenn réðu sterklega gegn því að leggja Lyklafellslínu á mögulegu eldgosasvæði. Niðurstaðan varð að hætta við línuna, en leggja Hamraneslínu sem jarðstreng á stuttum kafla - eins og lagt var til 2014. Hefði sá valkostur verið skoðaður af alvöru þá væri sennilega framkvæmdum löngu lokið. Norðurland Í Morgunblaðinu 16. maí 2014 er rætt við Guðmund Inga Ásmundsson sem þá var aðstoðarforstjóri Landsnets um nýja háspennulínu frá Kröflu inná Akureyri. Þar segir: “Ný háspennulína í lofti, sunnan við Akureyrarflugvöll, raskar ekki flugöryggi að mati Landsnets.” Isavia, bæjaryfirvöld og aðrir voru ekki sammála þessari túlkun Landsnets. Að lokum gaf Landsnet eftir, lagður var jarðstrengur næst Akureyrarflugvelli og línan var spennusett nú síðasta haust. Þessi afstaða Landsnet gegn jarðstrengjum tafði verkefnið verulega. Kvikmyndin Línudans sem sýnd var á RUV fyrir nokkrum árum lýsir barátta bænda og landeigenda á Norðurlandi gegn Blöndulínu 3. Þar koma fram merkilegar upplýsingar um þær sérstöku aðferðir sem Landsnet (sem við eigum öll) notaði við að reyna að fá landeigendur til að samþykkja framkvæmdina. Þessar aðferðir voru ekki til fyrirmyndar að mínu mati. Þá hefur verið bent á fara megi mildari leiðir á Norðurlandi, til dæmis að leggja minni (132 kV) línu um Tröllaskaga í stað 220 kV línu. Fleiri valkostir? Landsnet hefur lengi bent á kostnað við jarðstrengi sem ástæðu fyrir því að þeir komi ekki til greina. Þetta hefur þó ekki alltaf staðist skoðun og til dæmis týndist skýrsla sem kostnaðarmat var byggt á þegar beðið var um frekari rökstuðning. Skýrslan hefur aldrei fundist. Jarðstrengir eru ekki lausn alls staðar, en það verður að gera þá kröfu til einokunarfyrirtækis í eigu þjóðarinnar að þeir séu skoðaðir sem raunverulegur valkostur. Það hefur aftur og aftur “gleymst” hjá Landsneti. Þá má í sumum tilvikum sennilega komast af með minni línur en lagt er upp með. Þannig var til dæmis gert ráð fyrir stórum og öflugum 400 kV línum í upprunalegum hugmyndum á Suðvesturhorninu, en þær hugmyndir hafa verið lagðar til hliðar. Mér finnst það sjálfsögð krafa að Landsnet byrji á því að líta innávið og lagfæri það sem miður hefur farið síðustu ár áður en beðið er um breytingar á lagaumhverfi. Landsnet hefur úr miklum fjármunum að spila eins og allt það kynningarefni sem framleitt er fyrir Landsnet ber með sér. En þegar ekki er búið að lagfæra undirliggjandi vandamál hjálpar dýrt kynningarefni ekki. Það er alltaf hætta á því að án heimanáms verði einkunnir í prófum ekki sérlega háar og Landsnet hefur aftur og aftur fengið falleinkunn. Lausnin er að læra heima, ekki skipta um kennara eða prófdómara. Höfundur er verkfræðingur.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun