Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 10:09 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti