Landspítalinn þvær hendur sínar af blóðrannsóknum Greenfit Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 11:54 Landspítalinn segist ekki hafa átt neinn þátt í tilvísun blóðrannsóknar á vegum Greenfit. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hafnar því alfarið að einhvers konar mistök hafi átt sér stað hjá spítalanum og ítrekar að hafa ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu fyrirtækisins Greenfit. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forstjóra Landspítalans. Greenfit er ekki nefnt í yfirlýsingunni en augljóst að um það er að ræða. „Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Vísir greindi frá því á dögunum að umræða hefði átt sér stað um Greenfit í Facebook hópi lækna á Íslandi, eftir að heilsugæslulæknir sagði frá því að hafa nýlega tekið á móti blóðrannsókn frá Greenfit sem skrifuð var á ábyrgð læknis frá Palestínu sem lést árið 2011. Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit, sagði í samtali við mbl.is að um væri að ræða tæknileg mistök af hálfu Landspítalans, sem urðu þegar upplýsingar um blóðrannsóknina voru sendar í heilsugátt spítalans. Spítalinn hefði beðist afsökunar og búið að tilkynna Landlæknisembættinu um málalok. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi að læknar teldu að liggja þyrfti fyrir hvað nákvæmlega flokkaðist sem heilbrigðisþjónusta en Greenfit býður upp á blóðmælingar í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. „„Við lítum þetta almennt alvarlegum augum. Það sem okkur finnst flóknast við þetta er hvað nákvæmlega flokkast sem heilbrigðisþjónusta og viljum að það sé skýrt. Samkvæmt túlkun félagsins þá er það að taka blóðprufur og túlka blóðprufur klárlega heilbrigðisþjónusta sem þarf þá að fá þartilgreint leyfi frá Landlækni þar sem farið er faglega yfir grundvöll starfseminnar og slíkt starfsemi þarf þá líka að lúta eftirliti embættisins,“ sagði Steinunn. Yfirlýsing Landspítalans í heild: „Landspítali telur ástæðu til að bregðast við umræðu sem farið hefur af stað um tilvísanir í blóðrannsóknir og meint mistök í starfi Landspítala. Sérstaklega er vísað til staðhæfingar um að einhvers konar mistök hafi átt sér stað í starfsemi spítalans. Landspítali átti engan þátt í tilvísun blóðrannsóknar sem til umfjöllunar hefur verið og hefur ekki með nokkrum hætti tekið þátt í þeirri heilbrigðisþjónustu sem umfjöllunin snýr að. Á Landspítala er veitt heilbrigðisþjónusta af fagmennsku og með öryggi og umhyggju að leiðarljósi. Umfjöllun og umræða undanfarna daga vekur spítalann til umhugsunar um skipulag, umfang og framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi og eftirlit með slíkri starfsemi.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira