„Landsliðsþjálfari Íslands fær sparkið eftir stórsigur“ segir í fyrirsögn á frétt á TV2 í Danmörku.
Brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar vekur athygli út fyrir landsteinana.
Reuters fjallar um málið og margir erlendir miðlar hafa birt þá frétt.
Það vekur auðvitað sérstaka athygli erlendis að þjálfari missi starfið segir sögulegan stórsigur.
Arnar Þór var rekinn aðeins nokkrum dögum eftir að hafa stýrt liðinu til 7-0 sigurs á Liechtenstein í undankeppni EM.
Ísland hefur aldrei áður unnið stærri sigur í mótsleik en það dugði ekki Arnari að halda sæti sínu.