„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 13:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að tilskipunin verði ekki innleidd eins og hún nú liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57
Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent