Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 09:50 GoKart-brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Getty/Bílaklúbbur Akureyrar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi. Akureyri Bílar Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira
Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi.
Akureyri Bílar Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Sjá meira