92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 20:01 „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira