Langþráð úttekt á tryggingamarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. apríl 2023 08:00 Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Tryggingar Neytendur Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun