Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 13:50 Niceair var stofnað á síðasta ári. Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið [email protected], auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair. Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Það geri Niceair ómögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart farþegum. Þrátt fyrir góðan árangur á síðastliðnu ári, góða bókunarstöðu og framtíðarhorfur sé komin upp staða sem valdi því að ómögulegt sé fyrir Niceair að veita þá þjónustu sem til stóð. Því hafi verið gert hlé á starfsemi og stefnt að endurskipulagningu. Þá er haft eftir Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni framkvæmdastjóra að um sé að ræða sorglega niðurstöðu. Fjármögnunarlota sem tryggja átti rekstur félagsins fram á veginn hafi verið nýafstaðin. „Við höfum haldið úti reglulegu áætlunarflugi milli Norðurlands og Kaupmannahafnar og Tenerife síðan í júní á [síðasta] ári með 71 prósent sætanýtingu. Við erum búin að sýna fram á að þessi þjónusta er mjög þörf og heimamarkaðurinn hefur reynst meiri og öflugri en vonir stóðu til. Á þessu tímabili hefur veður sjaldnast haft áhrif, en 2 prósent flugferða okkar voru með einhvers konar frávik. Flug um Akureyrarflugvöll reyndist ekki vera vandamál um hávetur og var lent og tekið á loft í marglitum viðvörunum á tímabilinu. Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir alla. Mest hörmum við þau óþægindi sem af þessu hljótast fyrir okkar viðskiptavini,” er haft eftir Þorvaldi. Vélin kyrrsett fyrir stuttu Í lok síðasta mánaðar var flugvél sem félagið hafði á leigu kyrrsett við komu til Kaupmannahafnar vegna deilna eiganda vélarinnar við þá sem leigðu vélina áfram til félagsins. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og fór jómfrúarflug sitt frá Akureyri til Kaupmannahafnar í júní síðastliðnum. Heimahöfn félagsins er á Akureyri en áfangastaðir sem flogið hefur verið til eru Kaupmannahöfn, London, Tenerife og Alicante. Í tilkynningu félagsins er viðskiptavinum bent á að senda erindi sín á netfangið [email protected], auk þess sem frekari upplýsingar megi nálgast á vefsíðu félagsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tilkynningu frá Niceair.
Niceair Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira