„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 15:43 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Niceair „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira