Segir ráðuneytið reka fólk úr íbúðum svo leigja megi hælisleitendum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 13:32 Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ segir bæinn vera kominn að þolmörkum þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hún segir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum þær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja bæjarbúa ekki treysta yfirvöldum þegar kemur að málaflokknum. Á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar lagði Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, fram bókun þar sem hún ræðir málefni flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu. Í bókun sinni segist hún hafa lagt fram spurningar til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Spurningarnar voru þrjár talsins. Frumvarpið sem var kynnt á vef Stjórnarráðsins um að heimila leigu á iðnaðar og skrifstofuhúsnæði fyrir hælisleitendur. Hvers vegna var farið af stað án nokkurs samráðs við sveitarfélögin. Nú hefur verið unnið að því að koma í veg fyrir að erlendir verkamenn séu hýstir í ólöglegu iðnaðarhúsnæði. Er þetta frumvarp ekki alveg þvert á það. Mun það ekki setja slæmt fordæmi. Ef sveitarfélögin munu leggjast gegn frumvarpinu. Sem ég tel að þau muni gera. Mun þá ríkisstjórnin draga það til baka. Með þessu frumvarpi er ríkisstjórnin að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Finnst ráðherra það eðlilegt. „Ráðherra brást illa við réttmætum spurningum mínum og athugasemdum sem íbúar hafa komið á framfæri við mig. Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna,“ segir í bókuninni. Komin langt yfir þolmörk Margrét bætir við að ráðuneytið eigi að falla frá „gjörningi sínum að reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum“. Staðan í sveitarfélaginu sé alvarlega vegna fjölda hælisleitenda og segir hún þúsund manns vera í úrræðum ríkisins á Ásbrú, rúmlega tuttugu prósent allra umsækjenda um alþjóðlega vernd á síðasta ári. „Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér og fjölmargir sem til þekkja hafa bent á að Reykjanesbær er löngu komin að þolmörkum við móttöku flóttafólks. Við hér í Reykjanesbæ höfum svo sannarlega staðið okkur vel í móttöku flóttafólks. Við vorum frumkvöðlar og boðin og búin að aðstoða flóttafólk. Ríkisvaldið þakkar hins vegar fyrir sig með því að senda enn fleira flóttafólk til okkar án nokkurs samráðs. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé komið langt yfir þolmörk,“ segir í bókun Margrétar. Áhrifin víðtæk Næst tók Helga Jóhanna Oddsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, til máls og lagði fram bókun fyrir hönd allra fulltrúa flokksins. Þar segir að fulltrúarnir harmi þá stöðu sem upp er komin í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Ekki hefur verið gerður samningur um þjónustu við þennan gífurlega fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd en um leið og Vinnumálastofnun hefur útvegað þeim hópi húsnæði, ber okkur skylda til að veita þeim ýmiss konar þjónustu og aðgengi að innviðum sveitarfélagsins. Enginn fyrirvari hefur verið gefinn um áform Vinnumálastofnunar um að setja hér í hús hátt í 1.000 manns og því erum við ávallt að bregðast við því að efla þjónustu okkar og innviði til að mæta þessari fjölgun, eftir á,“ segir í bókun þeirra. Segja fulltrúarnir að áhrifin á íbúa Reykjanesbæjar séu þegar orðin víðtæk. Þeim hafi borist fregnir af því að leigusalar kjósi að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins. Jafnvel virðist það hagkvæmara að leggja niður rekstur hótela, segja öllu starfsfólki upp og leigja ríkinu herbergin. „Á fundi með bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar þann 21. mars sl. var Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra spurður spurningarinnar “hvers vegna setur Vinnumálastofnun allt þetta fólk í húsnæði í Reykjanesbæ?” Ráðherra svaraði því til að “það er svo mikið laust húsnæði í Reykjanesbæ”. Við erum ekki viss um að það sé upplifun íbúa Reykjanesbæjar sem eru á leigumarkaði að hér sé allt fullt af lausu húsnæði,“ segir í bókuninni. Segja stofnunina yfirbjóða Saka þeir Vinnumálastofnun um að yfirbjóða leigu á almennum markaði með þeim afleiðingum að fjölskyldur missi húsnæði sitt. „Fjölskyldur sem hér hafa sest að, lagt sitt af mörkum til samfélagsins og séð fram á bjarta framtíð í Reykjanesbæ lenda á götunni. Hvar endar þetta? Vantraust til ríkisins og Vinnumálastofnunar í þessum efnum er réttilega ríkjandi á meðal íbúa sveitarfélagsins í ljósi þess hvernig mál hafa þróast og þess samráðsleysis sem einkennt hefur aðgerðir Vinnumálastofnunar,“ segir í bókuninni. Segja fulltrúarnir það vera skýlaus krafa þeirra að ekki verði um frekari fjölgun á húsnæði og fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ. „Við förum einnig fram á að okkur og íbúum sveitarfélagsins verði kynnt, hvernig Vinnumálastofnun hyggst standast freistinguna að þiggja enn fleiri leigurými þegar þau standa til boða. Það er ljóst að á meðan eftirspurn er frá ríkinu, traustum greiðanda sem gerir leigusamninga til langs tíma og á hærra leiguverði, verður framboðið til staðar. Ábyrgðin á að tryggja jafnari dreifingu umsækjenda um alþjóðlega vernd á milli sveitarfélaga er ríkisins og við hana verður það að standa,“ segir í bókuninni að lokum. Unnið að lausnum Víkurfréttir vöktu athygli á bókununum í gær og í kjölfar þess birti Vinnumálastofnun yfirlýsingu á vef sínum þar sem því er haldið fram að leigan sem greidd er fyrir búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd sé sú sama og aðrir leigjendur hefðu greitt. „Í þessu sambandi tók Framkvæmdasýslan/Ríkiseignir fyrir skemmstu á leigu húsnæði í Reykjanesbæ þar sem fyrir eru leigjendur en í því tiltekna tilviki hefur eigandi húsnæðisins staðfest við Framkvæmdasýslu ríkisins/Ríkiseignir að öllum leigjendum verði boðið annað húsnæði sem er í eigu húseiganda þegar gildistími núverandi leigusamninga rennur út,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Þá segir að verið sé að leggja mat á þær áskoranir sem hafa komið upp auk þess sem unnið er að lausnum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Flóttamenn Leigumarkaður Tengdar fréttir Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. 28. mars 2023 14:10 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar lagði Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, fram bókun þar sem hún ræðir málefni flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu. Í bókun sinni segist hún hafa lagt fram spurningar til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Spurningarnar voru þrjár talsins. Frumvarpið sem var kynnt á vef Stjórnarráðsins um að heimila leigu á iðnaðar og skrifstofuhúsnæði fyrir hælisleitendur. Hvers vegna var farið af stað án nokkurs samráðs við sveitarfélögin. Nú hefur verið unnið að því að koma í veg fyrir að erlendir verkamenn séu hýstir í ólöglegu iðnaðarhúsnæði. Er þetta frumvarp ekki alveg þvert á það. Mun það ekki setja slæmt fordæmi. Ef sveitarfélögin munu leggjast gegn frumvarpinu. Sem ég tel að þau muni gera. Mun þá ríkisstjórnin draga það til baka. Með þessu frumvarpi er ríkisstjórnin að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Finnst ráðherra það eðlilegt. „Ráðherra brást illa við réttmætum spurningum mínum og athugasemdum sem íbúar hafa komið á framfæri við mig. Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna,“ segir í bókuninni. Komin langt yfir þolmörk Margrét bætir við að ráðuneytið eigi að falla frá „gjörningi sínum að reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum“. Staðan í sveitarfélaginu sé alvarlega vegna fjölda hælisleitenda og segir hún þúsund manns vera í úrræðum ríkisins á Ásbrú, rúmlega tuttugu prósent allra umsækjenda um alþjóðlega vernd á síðasta ári. „Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér og fjölmargir sem til þekkja hafa bent á að Reykjanesbær er löngu komin að þolmörkum við móttöku flóttafólks. Við hér í Reykjanesbæ höfum svo sannarlega staðið okkur vel í móttöku flóttafólks. Við vorum frumkvöðlar og boðin og búin að aðstoða flóttafólk. Ríkisvaldið þakkar hins vegar fyrir sig með því að senda enn fleira flóttafólk til okkar án nokkurs samráðs. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé komið langt yfir þolmörk,“ segir í bókun Margrétar. Áhrifin víðtæk Næst tók Helga Jóhanna Oddsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, til máls og lagði fram bókun fyrir hönd allra fulltrúa flokksins. Þar segir að fulltrúarnir harmi þá stöðu sem upp er komin í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. „Ekki hefur verið gerður samningur um þjónustu við þennan gífurlega fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd en um leið og Vinnumálastofnun hefur útvegað þeim hópi húsnæði, ber okkur skylda til að veita þeim ýmiss konar þjónustu og aðgengi að innviðum sveitarfélagsins. Enginn fyrirvari hefur verið gefinn um áform Vinnumálastofnunar um að setja hér í hús hátt í 1.000 manns og því erum við ávallt að bregðast við því að efla þjónustu okkar og innviði til að mæta þessari fjölgun, eftir á,“ segir í bókun þeirra. Segja fulltrúarnir að áhrifin á íbúa Reykjanesbæjar séu þegar orðin víðtæk. Þeim hafi borist fregnir af því að leigusalar kjósi að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins. Jafnvel virðist það hagkvæmara að leggja niður rekstur hótela, segja öllu starfsfólki upp og leigja ríkinu herbergin. „Á fundi með bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar þann 21. mars sl. var Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra spurður spurningarinnar “hvers vegna setur Vinnumálastofnun allt þetta fólk í húsnæði í Reykjanesbæ?” Ráðherra svaraði því til að “það er svo mikið laust húsnæði í Reykjanesbæ”. Við erum ekki viss um að það sé upplifun íbúa Reykjanesbæjar sem eru á leigumarkaði að hér sé allt fullt af lausu húsnæði,“ segir í bókuninni. Segja stofnunina yfirbjóða Saka þeir Vinnumálastofnun um að yfirbjóða leigu á almennum markaði með þeim afleiðingum að fjölskyldur missi húsnæði sitt. „Fjölskyldur sem hér hafa sest að, lagt sitt af mörkum til samfélagsins og séð fram á bjarta framtíð í Reykjanesbæ lenda á götunni. Hvar endar þetta? Vantraust til ríkisins og Vinnumálastofnunar í þessum efnum er réttilega ríkjandi á meðal íbúa sveitarfélagsins í ljósi þess hvernig mál hafa þróast og þess samráðsleysis sem einkennt hefur aðgerðir Vinnumálastofnunar,“ segir í bókuninni. Segja fulltrúarnir það vera skýlaus krafa þeirra að ekki verði um frekari fjölgun á húsnæði og fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ. „Við förum einnig fram á að okkur og íbúum sveitarfélagsins verði kynnt, hvernig Vinnumálastofnun hyggst standast freistinguna að þiggja enn fleiri leigurými þegar þau standa til boða. Það er ljóst að á meðan eftirspurn er frá ríkinu, traustum greiðanda sem gerir leigusamninga til langs tíma og á hærra leiguverði, verður framboðið til staðar. Ábyrgðin á að tryggja jafnari dreifingu umsækjenda um alþjóðlega vernd á milli sveitarfélaga er ríkisins og við hana verður það að standa,“ segir í bókuninni að lokum. Unnið að lausnum Víkurfréttir vöktu athygli á bókununum í gær og í kjölfar þess birti Vinnumálastofnun yfirlýsingu á vef sínum þar sem því er haldið fram að leigan sem greidd er fyrir búsetuúrræði umsækjenda um alþjóðlega vernd sé sú sama og aðrir leigjendur hefðu greitt. „Í þessu sambandi tók Framkvæmdasýslan/Ríkiseignir fyrir skemmstu á leigu húsnæði í Reykjanesbæ þar sem fyrir eru leigjendur en í því tiltekna tilviki hefur eigandi húsnæðisins staðfest við Framkvæmdasýslu ríkisins/Ríkiseignir að öllum leigjendum verði boðið annað húsnæði sem er í eigu húseiganda þegar gildistími núverandi leigusamninga rennur út,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Þá segir að verið sé að leggja mat á þær áskoranir sem hafa komið upp auk þess sem unnið er að lausnum.
Frumvarpið sem var kynnt á vef Stjórnarráðsins um að heimila leigu á iðnaðar og skrifstofuhúsnæði fyrir hælisleitendur. Hvers vegna var farið af stað án nokkurs samráðs við sveitarfélögin. Nú hefur verið unnið að því að koma í veg fyrir að erlendir verkamenn séu hýstir í ólöglegu iðnaðarhúsnæði. Er þetta frumvarp ekki alveg þvert á það. Mun það ekki setja slæmt fordæmi. Ef sveitarfélögin munu leggjast gegn frumvarpinu. Sem ég tel að þau muni gera. Mun þá ríkisstjórnin draga það til baka. Með þessu frumvarpi er ríkisstjórnin að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Finnst ráðherra það eðlilegt.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Flóttamenn Leigumarkaður Tengdar fréttir Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. 28. mars 2023 14:10 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. 28. mars 2023 14:10
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent