Dómarinn Matthew J. Kacsmaryk, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, er þekktur andstæðingur þungunarrofs og fór ekki leynt með það í dómsorðinu. Talaði hann um þungunarrof með „efnum“ og um fóstur sem „ófædd börn“ og „ófæddar manneskjur“.
„Margar konur upplifa einnig verulegt sálrænt áfall og áfallastreitu vegna mikilla blæðinga og eftir að hafa séð leifar barnanna sem hefur verið eytt,“ sagði dómarinn.
Þá komst hann að þeirri niðurstöðu að FDA hefði brotið gegn lögbundnum skyldum sínum með því að taka ekki tillit til mögulegra aukaverkana og hunsað rannsóknir hvað það varðaði. Hann sagði einnig vísbendingar uppi um að stofnunin hefði sætt verulegum pólitískum þrýstingi.
Sækjandinn í málinu var hópur lækna og samtaka sem sögðu mifepristone ógn við heilsu stúlkna og kvenna.
Flestir sérfræðingar eru hins vegar á einu máli um að lyfið sé öruggt, enda í hópi fárra lyfja sem hafa verið undir sérstöku eftirlit hjá FDA og eru reglulega tekin til skoðunar.
Kacsmaryk frestaði gildistöku ákvörðunar sinnar um sjö daga, til að gefa dómsmálaráðuneytinu og FDA tíma til að áfrýja til æðra dómstigs.
Á sama tíma og dómur féll í Texas féll annar dómur í Washington þar sem komist var að öndverðri niðurstöðu; að FDA mætti ekki takmarka aðgengi að lyfinu með neinum hætti. Vegna þessa þykja allar líkur á því að málið verði tekið fyrir af hæstarétti.
Mifepristone er yfirleitt tekin ásamt öðru lyfi, misoprostol, en ef aðgengi að fyrrnefnda lyfinu verður takmarkað verður enn hægt að framkvæma þungunarrof með því síðarnefnda. Það þykir hins vegar öruggara að taka bæði lyfin, þar sem misoprostol eitt og sér getur haft meiri aukaverkanir.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins, þar sem hann vakti meðal annars athygli á því að ef dómurinn yrði látinn standa myndi það þýða að engar ákvarðanir FDA væru óhultar frá hugmyndafræðilegum og pólitískum árásum.
Today, a federal district judge in Texas ruled that a prescription medication available for over 22 years, approved by the FDA, and used safely by millions of women should no longer be approved in the U.S.
— President Biden (@POTUS) April 8, 2023
Here's why this matters. And how my Administration is going to fight it.