Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 18:07 Írönsk kona lagfærir höfuðslæðu sína. Getty/Morteza Nikoubazl Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56