Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 17:52 Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af byssu á skemmtistaðnum Dubliner 12. mars og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vísir/Jóhann K. Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl. Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl.
Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira