Metoo hvað nú? Drífa Snædal skrifar 12. apríl 2023 14:30 Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun