Hagstæðustu lán sem völ er á? María Sól Antonsdóttir og Nanna Hermannsdóttir skrifa 13. apríl 2023 23:30 Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Hermannsdóttir Námslán Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar