Ekkert líkur Lagerbäck, skoðanaglaður og getur snöggreiðst Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 11:00 Åge Hareide ku vera óhræddur við að segja sína skoðun og eiga gott með að ná til fólks. EPA/Johan Nilsson Norðmaðurinn Åge Hareide tekur við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta með glæsta ferilskrá í farteskinu. Vísir fékk norskan blaðamann sem gjörþekkir Hareide til að kynna betur manneskjuna og þjálfarann sem á að koma Íslandi á næsta stórmót. Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn