Truflanir á greiðslukortafærslum eftir að aurarnir hurfu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 14:10 Vandamálin tengjast dönskum færsluhirði og færslur hafa margfaldast. EPA Niðurfelling aura úr greiðslukortakerfum hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vegna villu í Danmörku margfölduðust heimildir á greiðslukortum. Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum. Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vandamálin tengjast VISA greiðslukortum hjá viðskiptavinum Landsbankans, Arion banka og Indó sem notuð hafa verið í Danmörku eða til að versla með danskar krónur. Villan kom í kjölfarið á því að aukastafir, það er aurar, voru felldir niður hjá íslensku krónunni. „Við lokuðum öllum kortum í stutta stund á meðan við vorum að reyna að átta okkur á þessu,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó. „Síðan opnuðum við þau aftur og núna erum við að vinna í að leiðrétta þessar heimildafærslur sem fóru margfaldar í gegn.“ Enn þá eru villur að koma upp. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Indó.Birgir Ísleifur Gunnarsson Samkvæmt Heimildinni eru dæmi um að færslur hafi farið hundraðfaldar í gegn. Það er að 120 þúsund krónur hafi verið gjaldfærðar á íslenskt greiðslukort fyrir lestarmiða sem kostaði 1.200 krónur í Danmörku. Korthafar fá ekki heimild Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að búið sé að koma í veg fyrir truflanir á greiðslum með íslenskum kortum í Danmörku. Ekki sé þó útilokað að upp komi frekari truflanir. „Okkur þykir miður að viðskiptavinir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Við biðjumst velvirðingar og þökkum fyrir þolinmæðina,“ segir í tilkynningu bankans. Svipað er uppi á teningnum hjá Arion banka. Í tilkynningu bankans segir að upp hafi komið frávik í Danmörku sem felast í að korthafar fái ekki heimild á kort sín þar sem færslur margfaldist. „Unnið er að lagfæringu og í þeim tilfellum þar sem margfaldar færslur fara í gegn þá verða þær leiðréttar,“ segir í tilkynningunni. „Ef söluaðili býður upp á greiðslu í íslenskum krónum þá er möguleiki fyrir viðskiptavini að velja þann kost á meðan þessi truflun er í gangi.“ Mastercard á morgun „Við biðjum okkar viðskiptavini að láta okkur vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt í færslunum,“ segir Hjördís. En á þessari stundu sé aðeins vitað um villur tengdar Danmörku. Þá bendir hún líka að á morgun mun Mastercard fella niður aurana. En það eru aðeins viðskiptavinir Íslandsbanka með þau kort. Vert sé fyrir þá að fylgjast með færslum.
Íslenska krónan Greiðslumiðlun Íslenskir bankar Tengdar fréttir Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Aurarnir hverfa Í fyrramálið á morgun, föstudaginn 14. apríl, verða aukastafirnir fjarlægðir úr meðhöndlun íslenskrar krónu í alþjóðlegum kerfum kortafyrirtækjanna Visa og American Express. Laugardaginn 15. apríl gerist slíkt hið sama hjá Mastercard. 13. apríl 2023 16:22
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. 12. apríl 2023 22:25