Leiðtogar Vesturlanda búa sig undir viðbrögð Rússa við gagnsókn Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 07:22 Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna funduðu í gær. AP/Yuichi Yamazaki Leiðtogar á Vesturlöndum eru sagðir búa sig undir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípi til allra þeirra vopna sem hann á eftir til að bregðast við gagnsókn Úkraínumanna sem er sögð vera yfirvofandi. Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira