Svona færðu fullkomnar krullur án þess að nota hita á hárið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. apríl 2023 13:01 Þessar fullkomnu krullur voru galdraðar fram án þess að nota hita. skjáskot Hárgreiðsla getur gengt mikilvægu hlutverki þegar kemur að heildarútlitinu. Fallegar krullur eða vel blásið hár geta til dæmis lyft hversdagslegu lúkki upp á nýjar hæðir. Á sama tíma og við viljum vera með fallegt og vel stíliserað hár eru þó margir sem forðast það að nota of mikinn hita á hárið. Regluleg og mikil hitanotkun getur haft skaðleg áhrif á hárið. Hitinn getur valdið því að hárið verður þurrt og getur jafnvel brotnað. Vinsældir hárgreiðslna sem ekki krefjast hita hafa því aukist gríðarlega síðustu ár. Þó svo að hártískan fari vissulega í hringi eru fallegar krullur alltaf í tísku. Það eru eflaust margir sem halda að eina leiðin til þess að galdra fram krullur sé að nota krullujárn - en svo er aldeilis ekki. Hér fyrir má sjá tvær leiðir til þess að ná fram fullkomnum krullum án þess að nota hita á hárið. Þá eru þetta einnig frábærar leiðir til þess að spara sér tíma á morgnanna. Hver hefur ekki verið þarna? Það má spara sér heilmikinn tíma á morgnanna með því að vera búin að undirbúa hárið kvöldinu áður.Getty Nýttu náttsloppinn Náttsloppur ætti að vera til á flestum heimilum. Hægt er að nota mittisbandið af sloppnum til þess að búa til fallegar krullur. Ef það er ekki til náttsloppur á heimilinu má einnig nota nylon sokkabuxur eða silkitrefil. Best er að hárið sé örlítið rakt. Hárinu er vafið utan um bandið líkt og má sjá í myndbandinu hér að neðan. Til þess að útkoman verði sem best er gott að gera þetta að kvöldi til og sofa með bandið í hárinu. Næsta morgun er bandið tekið úr hárinu og hárið ætti að vera vel krullað. Hægt er að greiða úr krullunum með hárbursta til þess að ná fram mjúkum og flæðandi krullum. Einnig er hægt að hrista upp í hárinu og jafnvel túbera það örlítið fyrir villtari krullur. Sokkarnir fá nýjan tilgang TikTok-stjarnan Yesenia Hipolito hefur vakið mikla athygli fyrir aðferð þar sem hún notar sokka til þess að galdra fram hið fullkomna „blow-out“ eða blásturskrullur sem hafa verið það allra heitasta undanfarin misseri. Hipolito notar sokka og nokkrar svamprúllur. Svamprúllurnar setur hún inn í sokkana. Hárinu vefur hún svo utan um sokkana líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Aðferðin hefur notið gríðarlegra vinsælda enda útkoman stórkostleg og tímasparnaðurinn mikill. @yeshipolitoo Night to Morning Heatless overnight blowout my hair definitely already had a bend in it but you can see the difference before & after + the more you do it, the longer it ll hold + the more prominent it ll be! #overnightcurls #overnightblowout #blowouttutorial #heatlesscurls #heatlessblowout #heatlesshair #hairtok #leggingcurls #heatlesscurlstutorial #overnighthairstyles #blowout #hairblowouthacks #hairblowouttutorial #trianglemethodhair #overnightblowoutresults 1 Thing - Amerie Vaknar eins og Hollywood-stjarna Svamprúllur eru þó ekki nauðsynlegar, því það má einnig nota háa sokka og binda þá saman til þess að þeir haldist í hárinu, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Best er að setja sokkana í rakt hár að kvöldi til og sofa með þá í hárinu. Sokkarnir eru svo fjarlægðir um morguninn og þá er gott að hrista upp í hárinu og jafnvel spreyja það með smá hárspreyi - og þú getur haldið eins og Hollywood-stjarna út í daginn. @elizseguin Replying to @Isabella nolan where are my side sleepers at?? #overnightcurls #overnightblowout #easyovernightcurls #easyblowout #heatlessblowout #painlessovernightcurls #sidesleepercurls #heatlessblowouttutorial #overnightcurlstutorial #blowouttutorial #sockcurls #sockcurlstutorial 1 2 Step x Without Me - DAVO Hár og förðun TikTok Tengdar fréttir Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50 Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. 26. janúar 2023 13:30 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Regluleg og mikil hitanotkun getur haft skaðleg áhrif á hárið. Hitinn getur valdið því að hárið verður þurrt og getur jafnvel brotnað. Vinsældir hárgreiðslna sem ekki krefjast hita hafa því aukist gríðarlega síðustu ár. Þó svo að hártískan fari vissulega í hringi eru fallegar krullur alltaf í tísku. Það eru eflaust margir sem halda að eina leiðin til þess að galdra fram krullur sé að nota krullujárn - en svo er aldeilis ekki. Hér fyrir má sjá tvær leiðir til þess að ná fram fullkomnum krullum án þess að nota hita á hárið. Þá eru þetta einnig frábærar leiðir til þess að spara sér tíma á morgnanna. Hver hefur ekki verið þarna? Það má spara sér heilmikinn tíma á morgnanna með því að vera búin að undirbúa hárið kvöldinu áður.Getty Nýttu náttsloppinn Náttsloppur ætti að vera til á flestum heimilum. Hægt er að nota mittisbandið af sloppnum til þess að búa til fallegar krullur. Ef það er ekki til náttsloppur á heimilinu má einnig nota nylon sokkabuxur eða silkitrefil. Best er að hárið sé örlítið rakt. Hárinu er vafið utan um bandið líkt og má sjá í myndbandinu hér að neðan. Til þess að útkoman verði sem best er gott að gera þetta að kvöldi til og sofa með bandið í hárinu. Næsta morgun er bandið tekið úr hárinu og hárið ætti að vera vel krullað. Hægt er að greiða úr krullunum með hárbursta til þess að ná fram mjúkum og flæðandi krullum. Einnig er hægt að hrista upp í hárinu og jafnvel túbera það örlítið fyrir villtari krullur. Sokkarnir fá nýjan tilgang TikTok-stjarnan Yesenia Hipolito hefur vakið mikla athygli fyrir aðferð þar sem hún notar sokka til þess að galdra fram hið fullkomna „blow-out“ eða blásturskrullur sem hafa verið það allra heitasta undanfarin misseri. Hipolito notar sokka og nokkrar svamprúllur. Svamprúllurnar setur hún inn í sokkana. Hárinu vefur hún svo utan um sokkana líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Aðferðin hefur notið gríðarlegra vinsælda enda útkoman stórkostleg og tímasparnaðurinn mikill. @yeshipolitoo Night to Morning Heatless overnight blowout my hair definitely already had a bend in it but you can see the difference before & after + the more you do it, the longer it ll hold + the more prominent it ll be! #overnightcurls #overnightblowout #blowouttutorial #heatlesscurls #heatlessblowout #heatlesshair #hairtok #leggingcurls #heatlesscurlstutorial #overnighthairstyles #blowout #hairblowouthacks #hairblowouttutorial #trianglemethodhair #overnightblowoutresults 1 Thing - Amerie Vaknar eins og Hollywood-stjarna Svamprúllur eru þó ekki nauðsynlegar, því það má einnig nota háa sokka og binda þá saman til þess að þeir haldist í hárinu, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Best er að setja sokkana í rakt hár að kvöldi til og sofa með þá í hárinu. Sokkarnir eru svo fjarlægðir um morguninn og þá er gott að hrista upp í hárinu og jafnvel spreyja það með smá hárspreyi - og þú getur haldið eins og Hollywood-stjarna út í daginn. @elizseguin Replying to @Isabella nolan where are my side sleepers at?? #overnightcurls #overnightblowout #easyovernightcurls #easyblowout #heatlessblowout #painlessovernightcurls #sidesleepercurls #heatlessblowouttutorial #overnightcurlstutorial #blowouttutorial #sockcurls #sockcurlstutorial 1 2 Step x Without Me - DAVO
Hár og förðun TikTok Tengdar fréttir Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50 Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. 26. janúar 2023 13:30 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Hárgreiðslumaður Kim Kardashian og Jennifer Lopez uppljóstrar leyndarmálunum Chris Appleton, hárgreiðslumaður margra af skærustu stjörnum Hollywood, hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar miðlar hann kunnáttu sinni áfram og uppljóstrar mörgum af sínum best geymdu hárleyndarmálum svo hver sem er geti umbreytt sér í Hollywood-stjörnu eða að minnsta kosti galdrað fram Hollywood-hár. 24. mars 2023 14:50
Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023 Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka. 26. janúar 2023 13:30