Rútunni var ekið að lítilli brú sem liggur yfir Húseyjarkvísl, skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði.
„Tildrög slyssins eru í rannsókn, en einhverra hluta vegna valt rútan í ánna og endar á hliðinni,“ segir Höskuldur Erlingsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Auk lögreglunnar tók slökkviliðið, björgunarsveitarfólk og starfsfólk Rauða krossins þátt í björgunaraðgerðum.
Sex eru taldir meira slasaðir, en enginn er talinn í lífshættu. Hlúð var að öllum farþegum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.
„Við myndum segja að þetta hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Höskuldur.