Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 19. apríl 2023 20:25 Forstjóri Umhverfisstofnunar segir engar aðrar lausnir við riðu en urðun vera í sjónmáli. Vísir/Bjarni Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“ Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41
Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29