Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 10:30 Raab var ráðherra í ríkisstjórnum Sunak, May og Johnson. epa/Neil Hall Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti. Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“. Bretland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“.
Bretland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira