Teflir Landsnet orkuöryggi á Suðurnesjum í tvísýnu? Stefán Georgsson skrifar 21. apríl 2023 11:01 Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Nýkomin er út skýrsla á vegum Landsnets sem hefur titilinn Suðurnesjalína 2 - greining á tjónnæmi vegna jarðvár. Skýrslan er kynnt með mjög afgerandi fyrirsögn á heimasíðu Landsnets: “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið deilur um hvort leggja skuli Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu samhliða Suðurnesjalínu 1 eða sem jarðstreng í öxl Reykjanesbrautar. Skipulagsstofnun og Sveitarfélagið Vogar vilja jarðstreng, en Landsnet loftlínu, meðal annars vegna kostnaðar. Gostímabil á Reykjanesi Eftir eldgosin á Reykjanesi 2021 og 2022 telja jarðvísindamenn sennilegt að hafið sé gostímabil á Reykjanesi. Í framhaldi af því hafa fyrirætlanir um raflínur á Suðvesturlandi verið endurskoðaðar, til dæmis hefur verið hætt við Lyklafellslínu frá Sandskeiði til Hafnarfjarðar vegan hættu á eldgosum. Jarðvísindastofnun Háskólans (Ármann Höskuldsson, William M. Moreland, Muhammad Aufaristama, Þorvaldur Þórðarson, Ingibjörg Jónsdóttir, og Þóra Björg Andrésardóttir) vann skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu Vogum sem út kom í apríl 2022. Þorvaldur Þórðarson fjallaði um efni skýrslunnar og staðsetningu Suðurnesjalínu 2 í Kastljósviðtali 6. mars 2023 og þar segir hann meðal annars: “..Við myndum ráðleggja þeim að vera eins langt frá virkasta svæðinu á Reykjanesskaganum, því fjær sem þú ert því betra. Og þegar þú ert kominn út í jaðrana skipta stuttar vegalengdir miklu máli. Til dæmis ef við erum sunnan við Reykjanesbrautina, þar er mikið af sprungum … ef þú ferð norður fyrir veginn þá ertu með örfáar sprungur og þær hafa ekki verið virkar í langan tíma”. Þegar Þorvaldur er spurður hvernig honum hugnist að leggjast Suðurnesjalínu 2 á sama stað og Suðurnesjalínu 1 svarar hann: “Minn hugsunarháttur er alltaf að vera með sem fæst egg í sömu körfunni og reyna að dreifa áhættunni”. Sviðsmyndagreiningar Landsnets Landsnet vann á vormánuðum 2023 ofangreinda skýrslu um tjónnæmi loftlína annars vegar og jarðstrengja hins vegar. Vitað er að vegna hita munu jarðstrengir sennilega eyðileggjast ef hraun rennur yfir þá í einhverju magni. Auðveldara getur verið að vernda loftlínur fyrir hraunflæði með háum möstrum og öðrum aðgerðum. Landsnet velur að gera sviðsmyndagreiningu þar sem hraun er látið renna yfir jarðstrengina í öllum tilvikum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, loftlínur eru taldar betri kostur en jarðstrengir. Þessi niðurstaða er viðbúin með aðferðafræðinni sem Landsnet valdi. Sviðsmyndagreining eins og Landsnet gerði tekur ekki tillit til mismunandi áhættu / líkum á tjóni eftir því hvort öll eggin eru í sömu körfunni eða ekki. Væntanlega hefði verið hægt að meta áhættu (líkur á tjóni) fyrir bæði tilvikin, en það gerir Landsnet ekki. Landsnet lagði í sviðsmyndagreiningu upp með 300 m3/s hraunrennsli í 11,5 sólarhringa sem gefur 0,3 rúmkílómetra hrauns. Í þeirri sviðsmynd rennur hraun ekki yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur norðan brautarinnar væri sennilega í lagi. Til að að breyta því var búin til ný útgáfa sviðsmyndar með 0,34 rúmkílómetra hrauns (13% aukning) og þá rennur hraun yfir Reykjanesbrautina og jarðstrengur væri sennilega óvirkur. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting á sviðsmynd er gerð, en breytingin hefur veruleg áhrif á niðurstöður skýrslunnar. Orkuöryggi teflt í tvísýnu? Landsnet virðist ekki hafa metið áhættuna af því að hafa öll eggin í sömu körfunni annars vegar og áhættudreifingu með einni loftlínu sunnan Reykjanesbrautar og jarðstreng norðan hennar hins vegar. Einungis er gerð sviðsmyndagreining án líkinda / áhættugreiningar. Ég veit ekki hvor lausnin væri áhættuminni, en verra er að Landsnet virðist ekki vita það heldur. Að mínu mati tekur Landsnet hérna óþarfa áhættu með orkuöryggi á Suðurnesjum. Nýtt eldgosatímabil virðist hafið og mér finnst sjálfsögð krafa að gerð sé líkinda / áhættugreining á þessum tveimur valkostum. Sviðsmyndagreining er hentug þegar undirbúa á viðbrögð við hugsanlegum atburðum, en hér er verið að bera saman tvo ólíka valkosti. Heilindi Landsnets Landsnet velur að gera ekki líkinda / áhættugreiningu fyrir þessi tvo valkosti. Þess í stað er notuð sviðmyndagreining sem hefur nokkuð fyrirsjáanlega niðurstöðu þar sem mjög líklegt er að jarðstrengur eyðileggist renni hraun yfir hann á annað borð. Niðurstaðan er svo kynnt sem heilagur sannleikur “Loftlína betri kostur en jarðstrengur”. Þá er sviðsmynd breytt í miðju kafi og hraunmagn aukið um 13% frá upphaflegri sviðmynd sem verður til þess að hraun rennur yfir Reykjanesbraut og jarðstrengur eyðileggst sennilega. Ekki er útskýrt af hverju þessi breyting er gerð. Landsnet er einokunarfyrirtæki í eigu þjóðarinnar með sterka stöðu og mikið fjármagn milli handanna. Landsnet þarf að ávinna sér traust og til þess þarf að sýna auðmýkt, hreinskilni og heilindi. Mér finnst svona vinnubrögð ekki til þess fallin. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar