Breskur fjárfestir vill byrja að leggja sæstreng til Íslands á næsta ári

Framkvæmdir í tengslum við lagningu rafmagnssæstrengs milli Íslands og Bretlands gætu hafist á næsta ári ef marka má áform forsvarsmanna Atlantic Superconnection, sem hafa um árabil unnið að framgangi málsins. Uppbyggingin felur meðal annars í sér að reist verði rannsóknarmiðstöð og sérstök kapalverksmiðja sem mun nýta ál úr álverinu í Straumsvík.