Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:15 Arnór Snær hefur verið kynntur til leiks. Twitter@RNLoewen Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Arnór Snær hefur verið frábær í liði Vals undanfarin misseri. Á hann stóran þátt í góðu gengi félagsins á þeim tíma. Arnór Snær er þó kominn í sumarfrí þar sem Íslands- og deildarmeistarar Vals féllu óvænt úr leik gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Vitað var að Arnór Snær væri á leið erlendis eftir að tímabilinu hér heima lyki og nú hafa Ljónin staðfest að Arnór Snær verði leikmaður liðsins á komandi leiktíð. Skrifar hann undir samning til ársins 2025. View this post on Instagram A post shared by Rhein-Neckar Löwen (@rnloewen) „Arnór mun hjálpa okkur með gæðum sínum. Framför hans, sérstaklega á þessari leiktíð, sýnir hversu efnilegur hann er. Við erum ánægðir með að fá hann í okkar raðir,“ sagði Sebastian Hinze, þjálfari Löwen, um nýjasta leikmann liðsins. „Ég er viss um að nú sé rétti tíminn til að prófa mig áfram í bestu deild í heimi. Löwen býður upp á hið fullkomna umhverfi og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa,“ sagði Arnór Snær sjálfur við undirskriftina. Það má segja að Löwen sé hrifið af Íslendingum en ásamt Ými Erni þá spiluðu Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson með liðinu á sínum tíma. Sem stendur situr liðið í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir toppliðunum þremur; Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg. Liðið var í bullandi toppbaráttu en hefur fatast flugið og tapað síðustu fimm leikjum sínum. Löwen tókst þó að taka sig saman og landa þýska bikarmeistaratitlinum á dögunum eftir æsispennandi leik gegn Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og félögum í Magdeburg.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Ýmir Örn og félagar í Löwen bikarmeistarar eftir vítakeppni Rhein-Neckar Löwen er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir ævintýranlegan sigur á Magdeburg í úrslitum. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni, að henni lokinni stóðu Ýmir Örn Gíslason og félagar í Löwen uppi sem sigurvegarar, lokatölur 36-34. 16. apríl 2023 16:12