Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 09:48 Juan Guaidó, fyrrverandi bráðabirgðaforseti Venesúela. Hann segist hafa farið fótgangandi yfir landamærin að Kólumbíu til þess að freista þess að hitta erlendar sendinefndir á alþjóðlegri ráðstefnu. AP/Ariana Cubillos Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð. Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð.
Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira