Óli Stef: Dagur og Snorri Steinn eru báðir í mínu fyrsta sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 10:26 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson spiluðu lengi saman og eru miklir vinir. getty/Andreas Rentz Ólafur Stefánsson vill fá fyrrverandi samherja sína í handboltalandsliðinu, Dag Sigurðsson og Snorra Stein Guðjónsson, til að taka við því. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Leitin að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir og hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar. Svo virðist sem Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins og núverandi þjálfari Kolstad í Noregi, sé efstur á blaði. Auk hans hefur HSÍ rætt við Snorra Stein, Dag og Michael Apelgren. Ljóst er að sá síðastnefndi tekur ekki við landsliðinu og ólíklegt verður að teljast að Dagur verði ráðinn miðað við ummæli hans í viðtali við Vísi þar sem hann gagnrýndi forystumenn HSÍ harðlega. Ólafur var til viðtals í Handkastinu og ef hann fengi að ráða myndu tveir fyrrverandi samherjar hans í landsliðinu taka við því saman eins og þeir báðir voru tilbúnir að gera. „Ég væri fáránlega sáttur ef ég myndi heyra að það væri búið að gera samning við Snorra og Dagur kæmi síðan með þegar hann losnar. Hann er á frábærum samningi hjá Japan en hann er með mjög stórt íslenskt hjarta og það eru fáir með stærra hjarta. Dagur tók slagina fyrir okkur þegar hann var fyrirliði [í landsliðinu] og það kostaði hann jafnvel spilmínútur,“ sagði Ólafur. „Þetta er einn minn besti vinur og ég hef spilað með honum endalaust. En það eru fáir með stærra hjarta heldur en Dagur. Snorri líka. Þeir eru báðir í mínu fyrsta sæti. Eftir það er kannski hægt að tala um Kristján Andrésson, ég veit ekki hvernig það var, Erlingur Richards. En ég held við ættum að róa öllum árum að því að skoða þetta.“ Ólafur vonar að Dagur og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, geti slíðrað sverðin og unnið saman. Ég vona að það séu engar brenndar brýr hjá Degi og Guðmundi B. Ef þeir báðir vita að þetta er það besta fyrir íslenska landsliðið þurfa menn að hvíla litla egóið og fara í stóra egóið sem er land og þjóð og eitthvað stærra en maður sjálfur,“ sagði Ólafur. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Hann byrjar að tala um Dag og Snorra á 15:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða