
HSÍ

Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum
Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari handboltasögunnar, hefur frá mörgu að segja og 1. mars heldur þessi frábæri þjálfari tvo áhugaverða fyrirlestra hér á Íslandi.

KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest
Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.

„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“
Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.

Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi
Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins.

Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ
Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi.

Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ
Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði.

Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“
Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu.

Guðmundur hættir sem formaður HSÍ
Það verða stór tímamót hjá Handknattleikssambandi Íslands á næsta ársþingi því Guðmundur B. Ólafsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður HSÍ.

Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“
Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar.

Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu.

Grein Morgunblaðsins til skammar
Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni.

Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar.

Geta íþróttir bjargað mannslífum?
Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki.

Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025
Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“

Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad
Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb.

Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu
Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð!

Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“
Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins.

Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa verið valin handknattleiksfólk ársins af stjórn HSÍ.

Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara
Handknattleiksdeild Harðar fékk 110 þúsund króna sekt vegna kröfu sem var stofnuð í heimabanka dómara sem dæmdi leik Harðar 2 og Vængja Júpíters í 2. deild karla.

Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa
Dómstóll HSÍ vísaði kröfum Stjörnunnar um að HK yrði dæmt tap í leik liðanna í Olís-deild karla eða að leikurinn yrði leikinn aftur frá byrjun. Úrslitin í leiknum standa.

Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól
Ný landsliðstreyja HSÍ fer ekki í sölu fyrir jólin en stefnt er að því að hefja sölu á henni áður en HM karla hefst í næsta mánuði.

HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“
Herði á Ísafirði hefur verið dæmdur 10-0 sigur gegn HK 2 í Grill 66 deild karla í handbolta þar sem HK-ingar ákváðu að mæta ekki til leiks. Harðverjar eru ósáttir og vilja að HK-ingar verði beittir viðurlögum.

„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“
Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest.

Landsliðin spila í Adidas næstu árin
Íslensku handboltalandsliðin spila í búningum frá Adidas næstu árin. Handknattleikssamband Íslands hefur skrifað undir samning við þýska íþróttavöruframleiðandann.

Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki?
Athygli vakti að landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas á blaðamannafundi vegna landsliðshóps Íslands fyrir komandi Evrópumót kvenna í handbolta. Ekkert var minnst á samstarf við íþróttaframleiðandann á fundinum.

Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“
Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram.

Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“
Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu.

„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“
Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni.

„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“
Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“

Staða HSÍ grafalvarleg
Formaður Handknattleikssambands Íslands segir stöðu sambandsins grafalvarlega. Tugmilljóna króna tap var á rekstri þess á síðasta ári. Eigið fé HSÍ er einnig neikvætt um tugi milljóna og mun sambandið þurfa að skera niður ef ríkið grípur ekki inn í.