Líkja sambandi við njósnara við nauðgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 13:21 Lögreglumaðurinn átti í sambandi við átta konur í anarkistasenunni. Sex þeirra hafa kært háttsemina. EPA Sex katalónskar konur hafa stefnt lögreglumanni, spænska ríkislögreglustjóranum og innanríkisráðherra fyrir kynferðisofbeldi. Lögreglumaðurinn starfaði sem njósnari innan anarkistasenunnar í Barcelona og átti í samböndum við átta konur. „Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
„Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað,“ segir ein konan við katalónska tímaritið La Directa. Lögreglumaðurinn, sem sagðist heita Dani, stundaði njósnir í tvö og hálft ár, tók þátt í mótmælum og aðgerðum katalónskra anarkista og tók þátt í skemmtanalífi senunnar. Samkvæmt breska blaðinu The Guardian þóttist Dani starfa við að setja upp loftræstikerfi. Í raun og veru var hann njósnari á vegum spænska ríkislögreglustjórans. Tók í burtu ákvörðunina Katalónskir anarkistar styðja sjálfstæði héraðsins undan stjórn Madrídar. Þeir berjast einnig gegn hinu kapítalíska samfélagi, feðraveldinu og fasistum. Konurnar sex hafa lagt fram kæru á hendur Dani, lögreglustjóra og innanríkisráðherra vegna kynferðisofbeldis sem staðið hafi yfir í langan tíma, broti á persónuverndarlögum og ómannúðlegri meðferð. Telja þær að lögreglustjóri hafi fyrirskipað njósnirnar og að ráðherra beri ábyrgð á lögregluaðgerðum landsins. „Ef ég hefði vitað að hann væri lögga hefði ég aldrei átt í sambandi við hann. Ákvörðunin var tekin af mér,“ segir ein konan við La Directa. Hún kynntist Dani í vinnuhópi anarkista árið 2020 og var í sambandi með honum í næstum því eitt ár. „Ég var með einhverjum sem ég vissi ekki hver var og það hræðir mig.“ Fylltist viðbjóði Ári eftir að þau slitu sambandinu kom í ljós að Dani væri lögreglumaður. Sagðist hún hafa fyllst viðbjóði, kvíða og kraftleysi við að heyra þau tíðindi. „Ekkert afsakar hvernig ríkið og lögreglan hafði afskipti af lífi mínu,“ segir hún. Sonia Olivella, lögmaður kvennanna, segir að ekkert í spænskum lögum heimili lögreglunni að haga sér á þennan hátt. Það sé líka óeðlilegt að njósnum sé beint gegn hópi anarkista, en lögin gera ráð fyrir að heimilt sé að njósna um hryðjuverka og glæpahópa. Þá hafi konurnar hafi ekki veitt upplýst samþykki fyrir þessum samböndum. Hvorki ríkislögreglustjóri né innanríkisráðuneytið hafa tjáð sig um málið.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira