„Meira hungur í henni heldur en mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 11:01 Haukakonur hafa blómstrað undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur komust í undanúrslit Olís deildar kvenna í handbolta með því að sópa óvænt út Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða